| |
Ég vissi ekki að maður þyrfti að vera í fullri vinnu til að gera útskrifast. 10.000 kall hér, 11.000 kall þar. Ég eyði örugglega svona 30.000 kalli á morgun og þar af er 20.000 bara útskriftarrugl eins og útskriftarhattinn og einhverja múteringu sem ég á víst að klæðast síðasta daginn í skólanum. En maður útskrifast bara einu sinni úr F.Su þannig að maður sættir sig alveg við þetta. Fékk svo mail frá háskólanum, þeir eru eitthvað á báðum áttum með að hleypa fólki eins og mér (fólki sem útskrifast um áramótin) inn eftir áramót þannig að það eru smá líkur á því að ég geti ekki byrjað fyrr en næsta haust. Ef svo verður græt ég það ekkert, finn mér bara eitthvað skemmtilegt að gera í 6 mánuði. Annars var ég ræsir á sundmóti áðan. Það var gaman, þótt ég hafi stundum getað ræst betur. Fór svo í pottinn og synti smá. Stundum vildi ég að Erlingur sögukennari tækji tímanna sína upp á video og seldi. Hann er rugl skemmtilegur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú færð allan þennan pening til baka þegar þú færð útskriftargjafirnar og svo geturðu líka fengið lánaða stúdentshúfu hjá einhverjum og líka jakkaföt og svona..

Nafnlaus sagði...

Þú þarft bara að bíða eftir peningunum. Ekki bíða þeir eftir sér sjálfir.