| |
Er ykkur ekki farið að hlakka til jólana? Lá yfir söguverkefni til eitt í nótt, fékk svo 10 í dag fyrir. Erlingur sögukennari hóstaði alveg rosalega mikið meðan við vorum að flytja verkefnið og ég hugsaði "nei nei nei ekki vera deyja núna, þú gefur alltaf svo hátt fyrir verkefni". En hann dó ekki, bara búinn að vera með einhverja pest í nokkra mánuði. Fór líka á Mýrina um helgina. Skrýtið að sjá pabba á tjaldinu, hann sagði meira að segja heila setninu og var í mynd þvílíkt lengi. Mæli með að fólk lesi bókina áður en það sér myndina, ég skildi alla vega takmarkað söguþráðin, svo var alltaf verið að reyna útskýra fyrir manni hver var hver og hvar hann var Þegar þetta og hitt gerðist, hvar það gerðist og hvernig. Svo var farið fram og baka í tíma aðeins of geist. Ég var alla vega mjööög ringlaður. Mamma reyndi eitthvað að útskýra fyrir mér ( hún er búin að lesa bókina) og þá varð ég bara meira ringlaður. Hefði verið best að hafa kannski þrjú eða fjögur hlé þar sem allt var útskýrt, hvaða ár var og svona...Ætla ekki að lesa bókina, á mjög erfitt með að finna mér bækur sem ég nenni að lesa, ég lá yfir grafarþögn, og feldi tár þegar ég var búin með hana, alveg geggjuð bók og Samúel var ágæt...Svo einhver bók eftir gaurinn sem var í landsliðinu í fótbolta og er núna rithöfundur, lítur alltaf út eins og ken, man ekki hvað hann heitir. Kannski maður reyni við Kleifarvatn aftur, sem ég gafst upp á af því mér fannst ekkert gerast í henni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ekki eyda tima thinum i ad lesa Kleifarvatn! totally not worth it!

Magnús Kristinsson sagði...

ok, ég prufa á Röddina