| |
Ég áttaði mig á því áðan að ég er ekki þessi krakka týpa. Var sem sagt að þjáfa 6 ára krakka og áttaði mig á því þegar 15 mín voru liðnar af æfingunni að sum þeirra voru ekki synd. Þau voru eitthvað um 20 talsins og ég náði að halda athygli 6 þeirra, hin svöruðu mér ekki einusinni þegar ég spurði þau til nafns, litu bara undan eða fóru í kaf. Ef ég sagði "synda 4 ferðir bringusund" " heyrðu þau "Leika sér og tosa í hárið á næsta manni og láta eins og þið heyrið ekki í mér þegar ég kalla á ykkur". Svo þegar mér tókst að fá flesta að bakkanum þurfti ég að fara og sækja hin sem voru að leika sér út í laug, þegar ég kom til baka voru allir farinir að kafa eða í eltingaleik. Aldrei upplifað annað eins, þetta var meira "ég að öskra og fá enginn viðbrögð" heldur en sundæfing. Stundum var eins og ég væri ekki á staðnum. Aldrei aftur, eða jú ég á að kenna þeim aftur á mánudag, en þá verð ég vopnaður flautu. Vona það hjálpi.

5 ummæli:

Laufey Sif sagði...

Hahah össhhh hvað ég finn til með þér. Þetta er mín eigin martröð sem ég er að lesa um.. flautan virka í fyrstu tvö skiptin svo ekki meir. Hang in there megnus ;)

Nafnlaus sagði...

Af hverju leyfirðu krökkunum ekki bara að leika sér?

Nafnlaus sagði...

jebb leyfðu þeim að leika sér þar til 1 drukknar og þá kemuru sterkur inn ....

Og þá áttu jafnvel skilið Thule ... eða kók ef þú villt ekki thule!

Magnús Kristinsson sagði...

Hehe, góður kristó:-).

Ég leyfi þeim bara að leika sér á næstu æfingu. Förum bara í eltingaleik or some.

Hjalti Rúnar sagði...

Mín reynsla er að það sé best að nota prik og donka bara duglega í höfuðið á þeim ef að þau eru með eitthvað kjaftæði!