| |
Þorsteinn kennari kallaði mig Bjarna þrisvar í röð í dag, svo um daginn spurði´ann mig hvort ég héti ekki alveg örugglega Kristján, ég sagðist vera Kristinsson en héti samt Magnús. Mamma og Pabbi fóru til Rússlands í nótt, til þess að skoða gamlar kirkjur í viku. Vona bara að þau komi með MnM heim, sem ég gæti þá tekið og flokkað eftir þyngd hverrar MnM kúlu, svona til að fylla upp í allann þennan frítíma sem ég hef. Þreyf t.d bílinn áðan.
Núna í spilun: Be Here Now by Oasis

2 ummæli:

Laufey Sif sagði...

Svo venjulegt að sjá skálar með fullt flokkuðu MnM.. var allavegana ekki mikið hissa þegar ég sá það hjá heimza.

Jóna Þórunn sagði...

Maggi, þú getur varla haft meiri frítíma en ég. Tímarnir líða eins og vikur hér á vistinni.