| |
Var að átta mig á því að auðvitað má þvo hnetur. Er yfirleitt með hnetur upp í skáp, og borða þær yfirleitt þangað til ég ég fæ ógeð af saltinu, en núna í kvöld tók ég mig til og þvoði af þeim saltið, og þær bragðast mikið betur.
Prófin eru að byrja, ætli ég læri ekki á selfossi fyrir þau, þarf að læra meira núna en áður, þar sem ég hef t.d. ekki opnað efnafræðibókina ennþá. Hef bara verið svo upptekin við samfeldraraflfræðina, og greiningu IIIB. Klára svo prófin 19. des, eins og í fyrra að ég held. Hvað langar mig í jólgjöf? Aldrei þessu vant langar langar mér ekki í neitt, alveg ótrúlegt, ekkert sem þú gætir komið með sem mig langaði í, ekki allir peningar í heiminum, ekki neitt. Langar bara að eiga róleg jól á Selfossi, fara í sund á hverjum degi, og horfa á góðar kvikmyndir.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Ég segi nú eiginlega það sama. Ég veit ekki um neitt sérstakt sem mig langar í jólagjöf. Vil bara fá góðan mat, nóg af bíóferðum, sundferðum, ruby kannski og fá mér stöku sinnum gamla ísinn og svo bara hanga í rólegheitum :)