| |
Jæja, ég held að það sé bara kominn tími á blogg. Ég er náttla á fullu í skólanum, alveg 24/7, alla vega suma daga. Var að koma heim núna eftir 14 tíma törn við skýrslugerð í eðlisfræði, gæti í raun ælt yfir því hvað þetta var leiðinlegt. Búinn að taka 2 próf, og hefur gengið ágætlega í þeim báðum, verið vel yfir meðaleinkun. Svooooo er í raun ekkert að frétta, hversu sorglegt sem það er...Fór í Afmælið hennar Laufeyjar á laugardag, það var fjör, þótt ég hafi stoppað stutt við;-D. Annars er ég bara að undirbúa skýrslur, reikna dæmi eða undirbúa ritgerðir, alla daga. Líka farinn að hlakka til jólanna, fer í jólafrí 20 des, og byrja þá að vinna í sundlauginni, enda veitir ekki af peningunum...

Þangað til seinna....

3 ummæli:

Ágústa Arna sagði...

flott þá kemstu í partý 21 des-ef allt gengur upp...!

Unknown sagði...

Ætlarðu að vinna frá 20 des og jólin eru 24.?? Hver á þá að gera ekki neitt með mér?
Þú vinnur allavegana ekki þann 23. er það?

Unknown sagði...

Nei, ég vinn 21 des, og svo einhverja daga milli jóla og áramóta...