| |
Við erum sem sagt að tala um að ég eyddi næstum 20.000 krónum í skó í gær...Tvö pör, eina hlaupaskó og svo eina svona til að vera fínn í sumar. Þetta þýðir að núna á ég um 10 pör af skóm og ætli þeir séu ekki metnir á um 80.000 krónur í það heila. En núna kaupi ég ekki fleiri skó, spara til að geta komist í bíó í vetur, sem minnir mig á að ég eyddi um 80.000 kalli í bíó á síðasta ári, sem er kannski aðeins of mikið, en þar sem ég á ekki barn, bíl né íbúð þá eru neysluvenjur mínar kannski ekki alveg í norminu.

Engin ummæli: