| |
Ég verð að viðurkenna að mig er farið að langa til útlanda,tja bara frekar mikið. Væri til að skreppa til London í viku eða til sólarlanda í 10 daga. Hef samt rekið mig á það í fortíðnni að ég endist frekar stutt í fríum. Langar alltaf heim eftir nokkra daga í góða rúmið mitt, þar sem góða tölvan mín er. Svo eru ekki heitir pottar í útlöndum sem gerir dvölina mikið erfiðari.

Fór með Hjalta í sumarbústað um síðustu helgi. Bara við tveir...Reyndar kom Laufey í smá heimsókn. Ekkert smá næs að kúpla sig svona út og fara bara með PS2, bækur, mat og bangsa eitthvert út í buskan. Við hringdum reyndar í fólk á laugardeginum, til að fá það í partý, en það dóu allir úr hlátri í símann þegar við sögðum þeim að við værum bara tveir. Þegar ég verð eldri ætla ég að kaupa mér bústað og fara í hann um hverja helgi með stóran snakkpoka og 12 lítra af coke, já ok kannski auka sett af klósettpappír því af bituri reynslu er fátt vera en að kalla fram í bústað "Hey vill einhver koma með rúllu!"..."Þær eru bara því miður allar búnar, Magnús minn, en við eigum tómann snakkpoka". Byggt á sönnum atburðum.

Núna í spilun: Caribbean Blue by Enya

7 ummæli:

Ágústa Arna sagði...

ertu ekki að grínast??!!

Nafnlaus sagði...

skeina sér með snakkpoka? ég nota fingurnar frekar!

Magnús Kristinsson sagði...

Ég sagði nú aldrei að ég hafi gert það sko...

Nafnlaus sagði...

Já við verðum að skella okkur eitthvað til útlanda Magnús í sumar. Ég hef svoldið verið að skoða svona nýja staði. London samt alltaf klassískt

Nafnlaus sagði...

komið til finnlands, finnland er staðurinn til að vera á.

Magnús Kristinsson sagði...

Gott að heyra! Hvernig er að vinna í þessari verksmiðju?

Nafnlaus sagði...

Yndislegt, við syngjum meðan við vinnum því við ráðum okkur ekki fyrir kæti.