| |
Ég get ekki annað en öfundað fólkið sem kom í sund í dag. Helgi framundan, sól og þau voru í sundi. Ég á hinn bóginn var að vinna og mun vera að vinna um helgina við að horfa á þetta sama fólk njóta veðursins. Annars sagði Hjalti að ég væri anti-töffari, ég var náttla alveg sáttur með það, enda ekki ætlunin að vera einhver töffari út á við, en kannki ekki heldur einhver anti-töffari heldur. Ég spurði á móti hvort ég væri þá nörd, en hann svaraði því ekki. Ætli ég sé þá ekki eins og Ingi þór sem er líka, að mínu mati, anti-töffari. En það er líka einmitt það við Ingi sem gerir hann töff, antitöffið gerir mennina töff, sem gerir mig töff...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert mjög töff!

Jóna Þórunn sagði...

Og sá sem sagði þetta þorði ekki annað en að vera nafnlaus.