| |
Tók aðeins til hérna eftir ábendingu frá Laufey

EN núna eru 6 tímar í það að ég vakni:( Nei ég er ekki sofandi en ég er að reyna. Ég get ekki sofanað enda er ég næturhani eins og hann pabbi minn sem er oft til 5 á nóttunni að skrifa ræður eða svara pósti. Já, þið sem vitið það ekki þá er hann pabbi prestur með meiru, hann þjónar 3 litlum kirkjum hérna á suðurlandi með stæl og er hann talinn vera nokkuð góður í þeirri list þ.e að afdjöfla fólk og börn. Ekki get ég sagt að þetta sé erfið vinna hjá honum...hann getur næstum alltaf sofið út (þótt hann geri það sjaldan) og svo getur hann (fræðilega) skroppið til Köpen án þess að fá til þess sérstakt frí..Hann ræður sér nokkuð mikið sjálfur. Já hann pabbi er frábær, hann er til dæmis fyndnasta manneskja sem ég veit um þótt ég þekki marga góða humorista þá er hann pabbi sá besti þegar hann er í ham. Svo er hann alveg rosalega góður, hann má bara ekkert aumt sjá. En allir hafa sína ókosti.....Ef maður fer yfir strikið þá má maður passa sig! Hann er nefla ekki skaplaus maðurinn. En það er svo sjaldann sem hann sýnir það....uuuu ég man ekki eftir nema 3 skiptum sem hann hefur orðið virkilega reiður...En er það ekki bara eðlilegt þegar maður(ég) eyðillegur 32" sjónvarp? Hann á sérsmíðaða skó og sér saumuð föt því hann er freeeeekar hávaxinn 2 metrar eða svo....en seint getur hann talist grannur maður..samt engin feitubolla sko.
Hérna er svomynd af kappanum og Kolbeini littla bróður mínum sem ég geri grein fyrir á næst

Engin ummæli: