Aleinn:(

| |
Það vildi svo til að ég var aleinn heima í dag. í fyrstu þótt mér þetta spennandi, að eiga húsið alveg fyrir mig og enginn sem gat verið að böggast í mér. Ég gat hlustað tónlist eins hátt og mér þóknaðist, þurfti ekki að læsa klósetinu og var bara á nærbuxunum og í asnalegum víðum bol. Hljómar allt mjög vel.....eða hvað? Eftir 2 tíma var mér farið að leiðast:( ekkert gaman að borða alsber lengur og ömurlegt að horfa á grínþætti einn. Þannig ég skelti mér bara údí Pullara og pantaði mér "eina með öllu takk". En þegar heim var komið tók enginn við mér....ég var ennþá einn. Hvað átti ég að gera núna?.................aha! Ég fór og klæddi mig í föt af mömmu! (NEI NEI NEI þetta var bara grín). Ég las þá audda Moggann og Dv....síðan Fréttablaðið. ótrúlegt hvað það er leiðinlegt að vera einn svona "lengi".


Ég á víst að vera þjónn á morgun í fermingu hjá bróður hennar Laufeyjar.....og ég sem á í erfilekum með að pissa ofaní klósetið! Mig grunar að einhver eigi eftir að fara heim með blauta skyrtu eða kjól...

Engin ummæli: