Ég mun taka mig á

| |
Í dag fór ég að ná í einkunnirnar mínar. Það er greinilegt að maður þarf að læra til þess að ná sumum áföngum, það er ekki nóg að læra síðustu vikurnar fyrir próf. Nám er vinna, ég fékk staðfestingu á því í dag og mun ég taka nám mitt grettistaki á næstu önn. Samt var þessi önn ekki algjört skrúopp..nei nei ég stóð mig vel í nokkru en hæsta einkunn var 9 fyrir tölvufræði. En eitthvað þarf ég að gera til að ná árangri....Spurning um að byrja að læra heima or some. Fara að sofa snemma og minnka við sig sundið? Ég ætla ekki að vera einn af þessum íþróttamönnum sem standa uppi með littla menntun þegar aldurinn færist yfir. Núna gengur námið fyrir og ekkert annað. Fjölskylda mín ætlast mikið af mér og þarf ég að standa mig. Ég ætla að skipta um braut, fara á félgastfræðibraut, því þar eru fög sem ég hef áhuga á. Núna er það bara sumarið og vinnan...og svo london með pabba og Kobba í ágúst.

Engin ummæli: