The Butterfly Effect

| |
Gær dagurinn var hreint út sagt frábær. Ég byrjaði daginn á að fara með Heimi og Tryggva í "borg óttans". Við vissum ekki alveg hvað við ætluðum að gera en keila eða bíó var ofarlega á óskalistanum. Þegar komið var í bæinn var rakleiðis farið í gamlafólksbíó nr. 1 eða Laugás bíó. Við keyptum okkur miða á The Butterfly Effect í veikri von um að hún yrði peninganna virði. Þegar hér kemur við sögur höfðum við 50 mín til að fá okkur að borða....Skiptar voru skoðanir um hvar við áttum að snæða málsverð en ég keyrði bara um bæinn þanngað til við vorum fyrir framan Smáralind. Mig langaði að prufa nýja Burger King staðinn. Og ekki varð ég fyrir vonbrigðum...frí áfylling af coke og stór hammari sem ég átti bágt með að klára..Þegar við vorum búnir að æla matnum ofaní okkur þá höfðum við ekki nema 10 mín til að drulla okkur í bíóið...ég kitlaði pinnann vel og krúsði á 110 alla leiðina í bíóið. Myndin kom mér skemmtilega á óvart og hef ég ekki séð jafn góða mynd lengi. vel leikin, góð saga og flottar brellur. Ég get ekki sagt annað en þarna sé á ferð nýtt meistaraverk. Ashton Kutcher sýnir á sér nýja hlið og sannar fyrir áhorfendum að hann geti leikið alvarlega. Myndin hafði mikil áhrif á mig og endirinn er mjög flottur.
Eftir bíóið var varið til hennar laufeyja og vinkvenna hennar í júróvisjónpartý Nr.1!!! Þær voru hressar að vanda og spögleruðu mikið í klæðaburði keppenda. Kvöldið endaði á Snúllabar þar sem sorglegt var að vera:(. En Sirrý ofur skutla fékk far með okkur á Selfoss og bað mig um að geyma úlpuna sína sem ég og gerði.......ég hef hana ennþá.

P.s ég vaknaði kl 10:55 í morgun...ógeðslega stoltur.

Engin ummæli: