| |
Hann Kolbeinn er litli bróðir minn og við erum góðir vinir. Í raun gætum við verið jafn gamlir því það eru bara tæpir 11 mánuðir á milli okkar. Við gerum margt saman eins og að taka spólur og að fara saman í bíó. Svo erum við alltaf saman þegar tími gefst. Við höfum oft farið saman til útlanda og það hefur verið mjög gaman að vera með honum. Hann er mikill peningamaður og ef ég ætti að lýsa honum í einu orði þá væri það með orðinu peningavit. Já hann hefur mikið vit á peningum og mætti halda að hann væri gyðingur. Hann hugsar alltaf um hvernig hann getur fengið sem mest í sumarlaun eða hvar er hægt að fá hlutina ódýrasta. En samt er hann ekki sjálfselskur eins og ætla mætti. Að mínu mati hefur hann þetta frá ömmu sinni, en hún ferðast milli bæjarfélaga bara til þess að fá ódýrari klósetpappír! Hann á alltaf peninga og horfir sárum augum á eftir hverri einustu krónu sem hann verður að kveðja. Hann lítur á peninga sem vini sýna. En hann hugsar nú reyndar ekki bara um peninga því hann á mörg áhugamál eins og eðlilegt er. T.d. hefur hann mikinn áhuga á tölfum og bílum.
Að mínu mati á hann auðvelt með að reiðast og þegar hann reiðist t.d. vegna mín má maður vara sig og sækja regnhlíf því hann á það til að frussa mikið þegar hann heldur sínar einstöku reiðiræður yfir manni (hann er ekki þroskaheftur). En samt er þetta nú ekki algilt um hann því hann getur líka verið mjög þolinmóður. Ég er t.d. alltaf að skilja eftir tyggjóklessur eða óhreina sokka í herberginu hans og hann kemur alltaf með bros á vor og lætur mig þrífa herlegheitin upp.
Hann Kolbeinn er frekar stór. Hann er um 185 cm. á hæð og fætur hans eru mjög stórir líkt og hendur hans. Hann er með ljóst hár og ljósa húð. Ef ég ætti að líkja honum við einhvern þá tel ég að hann liti út eins og nasisti, en það er hann nú auðvitað ekki. Kolbeinn er ekkert líkur mér í útliti og stundum velti ég fyrir mér hvort að hann sé bróðir minn eða barn sem var skilið eftir fyrir framan húsið okkar og mamma og pabbi ákváðu að taka að sér. Ekki það að hann sé ekki líkur mér hvað persónuleika varðar, bara útlitið (ég endurtek hann er ekki þroskaheftur). Hann er ekki líkur mömmu né pabba... en hvað með það? Hann er líka mikið snyrtimenni og það finnst ekki svitafýla af honum. Hann er alltaf í nýstraujuðum nærbuxum og það sést ekki blettur á peysunni hans.
Þótt hann Kolbeinn sé svona eins og ég er búinn að lýsa hérna þá er hann líka mjög skemmtilegur og fyndinn að mínu mati. Hann er alltaf með heimsmálin á hreinu og gerir grín að flestu. Samt passar hann sig alltaf mjög mikið að særa ekki fólk. Hann hefur til dæmis aldrei sært mig presónulega. Annað er að segja um líkamlega þætti, því eftir köstin sem hann fær er mjög oft tekinn almennilegur slagur þar sem ég hef oftast vinninginnJ. Þá er allt notað til þess að yfirbuga andstæðinginn, allt frá koddaverum til stærri húsgagna. Ég tek fram að þessi slagsmál eru ekkert grín, það er barist í alvöru. En á endanum sættumt við og verðum vinir aftur. Í dag erum við góðir vinir og mér sýnist það ástand ætla að haldast næstu misseri.
Eftir þessa stuttu samantekt um bróður minn Kolbein hef ég komist að því að hann er engum líkur og að hann er einstakur persónuleiki sem dýrmætt er að hafa kynnst þó að hann hafi nokkra galla eins og við höfum víst öll. En ekk má gleyma kostum hans sem eru margir og góðir þó hann sé kannski öðruvísi en fólk er flest (þá meina ég ekki að hann sé þroskaheftur eða neitt svoleiðis (ekki svo að skilja að ég hafi neitt á móti svoleiðis fólki)). Í framtíðinni á hann eftir að verða bankastjóri eða forstjóri hjá stóru fyrirtæki eða allavega ekkert minna en það að mínu mati. HAHA engin stafsetningarvilla!

Engin ummæli: