| |
Það eru til 2 Magnúsar Márar Kristinssynir á íslandi, annar þeirra 46 ára verkfræðingur. Hann er giftur og á hann 3 börn.

Árið 1986 kom nýr Magnús Már kristinsson í þennan heim, Hann var 10 merkur við fæðingu og alltaf talið að þarna væri óttalegur aumingi á ferð. Magnús fór lítið sem ekkert í leikskóla því líf án móður hans var of mikið í hans huga, hún varð þá að vinna heima með Magnús litla sér við hlið. Magnús var erfitt barn, hann grét við minnsta tilefni og var feiminn við alla sem hann þekkti ekki. Fram að 6 ára aldri vissi Magnús hvorki aldur sinn né fullt nafn....en hver þarf á því að halda á þessum aldri? Þótt Magnús virðis eðlilegur þá var hann fæddur með galla...Tungan á honum var föst þannig að allt talmál var mjöööög vangefið. Þetta lagaðist þegar hann var 4 ára og hefur hann átt bágt með að seiga R allt sitt líf vegna þessa. Magnús bjó fyrst um sinn í Reykjarvík eða til 6 ára aldurs. Þá fékk faðir hans brauð í 3 kirkjum rétt hjá Selfossi og fluttist fjölskyldan með 4 börn þangað með Magnús innanborðs. Þar fór Magnús í Sandvíkurskóla og gekk fyrsta árið erfilega. Mikið var um grátur þegar hann áttaði sig á að móðir hans færi heim meðan hann var í skólanum en beið ekki fyrir utan stofuna. En í 2 bekk gekk þetta allt betur, Magnús hætti að gráta vegna söknuðar móður sinnar og byrjaði að eignast vini. 4 ár liðu og Magnús byrjar að æfa sund. allt frá fyrstu æfingu sýnir hann mikla hæfileika..sérstalkega í flugsundi. Árin líða og Magnús fer í framtíðahóp sundsambandsins og verður Íslandsmeistari. Magnús fer í 10 bekk og keppir fyrir skólann bæði í særðfræðikeppni og spurninga keppni. í dag er Magnús í F.su á náttúrufræðibraut og stefnir hann á útskrift eftir 2 ár, hann 78 kíló og 184 cm á hæð. Hann æfir ennþá sund af kappi og á marga vini. Hann hefur haldið sér við holla lífshætti og þykir fólki hann almennt skemmtilegur. framtíðin er óskrifað blað en Sálfræði er það sem hann stefnir á en ekki veit hann hvað hann ætlar sér að starfa við.

Engin ummæli: