| |
Ég skrapp í bíó með Mr Tryggvi og Miss Heimir í gærkveldi. Fórum á þessa mynd. Skemmti mér bara nokkuð vel...Þetta er sonna "við munum öll deyja!.....hey bíddu kannski ekki!" mynd þar sem er sagt frá einni merkustu klifurferð sem farinn hefur verið. tekin eru viðtöl við mennina sem fóru þessa ferð í alvörunni.
Ég er að spá í að læra smá í frönsku í dag...Mamma ætlar að hjálpa mér:)..svo er það kannski sund og chillingur um kvöldið með coke og nammi fyrir framan kassan. Hey er ekki spaugsofan endursýnd í dag?...Eftir bíóið rúntuðum við aðeins og hittum meðal annars Hann Jónas sem var ekki sáttur við að ég hefði farið heim nóttina áður. En ég gat varið mig með því að seigast ekki vera reyndur driver og ekki vitað að þeir hefðu þurft far heim.
Að fara í Háskólabíó er ekki eins og að fara í önnur bíó...eða mér finnst það allavega. Það er allt öðruvísi andrúmsloft....starfsfólkið er öðruvísi og gestirnir þar með..Meira um fólk um og yfir fertugt og menntafólk sem velur þetta bíó...þótt sætin séu ömurleg er alveg hægt að leggja lappirnar yfir sætið fyrir framan ef það er engnn í sætinu þar að seiga. Ég er ekki frá því að þetta sér mitt uppáhalds bíó

Engin ummæli: