| |
Við mér blasti stór snjóskafl þegar ég kom út í morgun. Mér til mikillar ánægju og yndisauka þá fann ég bílinn einhverstaðar í þeim skafli. Sá að rúðurnar voru óhóflega hvítar af frosti. Leitaði í bílnum af einhverskonar sköfu, en fann hana ekki. Sá fyrir mér að þurfa að skafa af rúðunum með bambuspriki eins og þegar ég var stoppaður af löggunni, auðvitað vegna gruns um ölvunarakstur. Létu mig svo skafa af rúðunum, og þar sem ég var ekki með neitt í bílnum sem ég gæti notað nema þetta prik, þurfti ég að skafa að þeim öllum á meðan þeir horfðu á mig...Tók mig dágóða stund. En aftur að morgninum. Ég var semsagt ekki að finna neitt. Þannig að ég tók í báðar framhurðirnar og skellti þeim mjög ákveðið. Þá fór það mesta af þeim. Notaði svo rúðuþurrkurnar til að taka eitthvað af framrúðunni. Sem virkaði nánast ekki neitt. En ég gat séð mun á grænu og rauðu ljósi og hvort það væri einhver fyrir framan bílinn. Ég bakkaði úr stæðinu og auðvitað drap hann á sér. Ég startaði aftur og hann rétt drullaðist í gang. Þegar nú er komið við sögu er komin glettilega mikil móða á framrúðuna, svo mikil að ég á erfitt með að greina hvert ég snefni. En ég kemst fram hjá Sandvíkurskóla þar sem krakkarnir voru að koma til þess að fara aftur heim, án þess að keyra á neitt. Ég stýri með annarri en nota hina til styðja mig við farþegasætið, því að ég sé betur út hægra megin. Þetta gekk eins og í sögu. Loks glottir í F.Su...Ég bíð tek smá séns og spóla inn á bílastæðið. legg bílnum og hleyp inn í tíma. Glaður í bragði yfir að hafa komist í skólann á réttum tíma án þess að hafa keyrt á neitt eða neinn.

Engin ummæli: