| |
Komið er að næsta vin. Muniði þegar ég tók Tryggva fyrir? nei kannski ekki...en hérna er næsti vinur


Lítil skrýtin tásla:

Ég og lufsa go way back.....Leiðir okkar lágu saman fyrst þegar ég kom að skoða nýja húsið mitt. Þar var lítil mongólíti að horfa á sjónvarpið inn í stofu. Þar hittumst við fyrst. Hún flutti út og ég inn. Ekki mikil samskipti fyrstu árin. Síðan komu leiðir saman aftur þegar við byrjuðum að æfa sund. Kom með Vinkonu sinni Önnu töffara, Anna hætti fljótt en Lufsan hélt áfram án þess að þekkja okkur, ekki hefði ég þorað því. Laufey er grönn og hávaxin. Gengur í öðruvísi fatnaði, ekki misskilja, hún er ekki neitt "plastpoki og gúmmístígvél", rembast við að vera öðruvísi, nei nei, það eru þessi litlu hlutir eins og stígvélin og einstaka peysa. Mér finnst erfitt að lýsa henni þannig að þið sem þekkið hana ekki skiljið hvernig hún er, við getur líkt henni við aðra stórutásuna hennar, soldið spes. Laufey vill ekki leyfa neinum að sjá hana og er þess vegna með plástur yfir henni þegar hún er í sandölum eða þegar hún skellir sér í sund. Hún er Hvergerðingur í allri meiningu þess orðs, fílar úds úds úds tónlist og bjór. Finnst gott að kúra með betu (sem er með myndablogg þar sem maður getur séð ógeeeeeeðlega mynd af löppunum á henni) og hefur alltaf verið með öðruvísi hugmyndir um tilveruna. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því afhverju bloggið hennar hefur verið jafn vinsælt og það er. Alltaf verið lítill heimspekingur. Ætti í raun að verða blaðamaður. Hugsar hlutina öðruvísi. Hún er fyndin, viðkvæm og gáfaðri en hún heldur. óheppin. En auðvitað hefur hún galla....Hún er ekki morgun hress, ekki skipulögð. Ætti að vera með meira sjálfstraust. Mætti læra meira heima. En yfir allt litið er hún bara snjall lítill mongólíti. Lítil skrítin tásla sem hugsar heimspekilegar hugsanir um plástra og korktappa:-)

Engin ummæli: