| |
Þegar ég kom heim áðan úr sundi var mamma að blasta Led Zeppelin...í fjólubláa kjólnum sem hún fékk sér úti. Hann er það asnalegur að hún getur bara verið í honum heima. Fólk gæti haldið að hún væri eitthvað gaga ef hún kæmi fram obinberlega dressuð upp í honum. Þarna var hún dansandi og syngjandi "We come from the land of the ice and snow, From the midnight sun where the hot springs blow!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!". Ég horfi á pabba með skeggið sitt og síðahárið..ömmu á fjórum fótum að skrúbba gólfið og fussandi yfir því af hverju líf hennar er svo erfitt...svo aftur á mömmu dansandi í kjólnum sínum, sem er meira kufl en kjóll...Og hugsa svo með mér hvað það sé ótrúlegt að ég sé nokkuð eðlilegur. Held ég.

Engin ummæli: