| |
Öll þekkjum við hið einstaka rækjusalat. Menn og konur hafa borðað það í gegnum árin með mikilli lyst. í raun hefur það gefið okkur mikla hamingju og gleði á erfiðum tímum. Hver mann ekki eftir því að hafa bragðað sér á einni sveittri rækjusamloku í einni skólaferðinni, eða fengið sér eina í hádeginu þegar lítill tími hefur aftrað þér frá því að fá þér eitthvað meira eða flóknara. Á seinni árum hafa svo verið setta á markað fleiri gerðir sallata. Þá með túnfisk eða grænum baunum í bland við majonesið. Jafnvel er hægt að fá, samkvæmt mínum heimildum, salat með niðurskornum gúrkum og skinkubitum. Hefur þetta stóraukið "salat á brauð" menningu okkar íslendinga og tekið hana á annað level, eða þar sem ég er málhreinsunarmaður, annað stig. í dag þegar ég kom heim úr skólanum, allur blautur og sveittur, þreyttur eftir góðan dag í skólanum, langaði mig mikið í eitthvað að borða. Mamma sagðist hafa keypt nokkur salöt og ætlaði ég að fá mér eina klassíska rækjusamloku eða jafnvel vera dáldið grand og fá mér eina með túnfisksallati. Ég opna ísskápinn og rek augun strax í salatdós sem ég get ekki borið kennsl á. Ég kalla á mömmu og hún tjáir mér að þarna sé um að ræða "makrílsalat". Makríll! hugsa ég glaður í bragði. Þvílík snilld. Ég er mikil makrílmaður og laumast oft í eina dós af makríl seint á kvöldin. Ég hrifsa hana úr ísskápnum og opna. Whuu? það var búið að smyrja majonesi ofan á salatið...en jæja ég smyr þetta á brauðið og helli kókómjólk í glas, sem er bæ ðö vei skilda með öllum samlókum, tek bita.....tygg vel og lengi......omg. Þetta var ekki gott. Þvílík vonbrigði. Það var ekki einu sinni makrílbragð af þessu, bara blóðbragð og súrt/beist bragð af þessu ógeðslega majonesi sem var greinilega með einhver efni í sér. Ég klára reyndar samlokuna í virðingarskyni við litla makrílinn sem yfirgaf fjölskyldu og vini í leit að betra lífi... en endaði á samlokunni hjá mér. Blessuð sé minning hans.

Engin ummæli: