| |
Öll þurfum við að nota klósetpappír. Ég er þar engin undantekning. Hver kannast ekki við þá hveimlegu aðstæður að verða uppiskroppa með nothæfan klósetpappír þegar þú þarfnast hans sem mest? Alveg voðalega leiðinlegt fyrir þann sem lendir í því. Ekki er annað að gera en að reyna að ,,redda" sér. Oft er ekki annað hægt að gera en að kalla á einhvern heimilismann og biðja um að málinu verði reddað. En hvað á hinn venjulegi íslenski karlmaður eða hin íslenska kona að gera þegar þetta gerist í annarmanna húsi? Girða upp um sig og leggja svo fötin sín rétt eins og sjálfan sig í klórbað þegar heim er komið? Sem betur fer hefur það aldrei komið fyrir mig, þar sem fólk sem hefur leyft mér að nýta salernisaðstöðu sína hefur alltaf átt mikið og gott safn að klósetpappír og er ég þakklátur fyrir það. Áðan kláraðist pappírinn hérna heima. Ekki var það mér að kenna, en ég var engu að síður beðin um að fara út í búð og beinlínis kaupa meira. ok ekkert mál, ég set á mig hattinn og tek stafinn minn og fer út. Þegar ég er svo kominn að kassanum í Nóatúni með stóóóóran pakka af nýkreistum klósetpappír af fyrstu sort átta ég mig á því að mig langar óstjórnlega í COKE. Á ég að þurfa að fara í gegnum þá niðurlæginu að þurfa að ganga yfir alla búðina með þetta ferlíki? úffffff...ég gæti skilað því, náð í COKE og tekið pappírinn svo aftur...nei það yrði líka bara asnalegt. Ég tek þá ákvörðun um að ganga yfir alla búðina með 94 rúllur af klósetpappír (kannski ekki alveg)...og ná í þetta helvítis COKE. En smánunin var alger.

Engin ummæli: