Mín elskulega leti

| |
Ég er latur. Ég skammast mín ekkert fyrir það, hef lært að lifa með því í gegnum árin og hefur það þroskað mig mjög mikið. Ég áttaði mig á þessu back in the days þegar ég var 6 ára, nýbyrjaður í 1 bekk og allir strákarnir fóru í fótbolta í frímó....HA? er FRÍmó ekki til að slappa af? En jæja ég var þá bara með stelpunum...Sumt fólk telur það ókost að vera latur en það veit greinilega ekkert um hvað það er að tala...Maður getur komist upp með heilmikið (eða í raun að komast ekki upp með mikið) Fólk veit að mar er latur og nennir þess vegna ekki að miðja mann um að gera eitthvað... Ég mæti til vinnu staðráðinn í því að komast upp með að gera sem minnst án þess að það sé of áberandi, og hefur mér tekist að plata yfirmanninn rækilega... stoltu að því. Ég veit um fólk og þekki jafnvel nokkra sem eru duglegir, oft mjöööög erfitt fyrir fólk eins og mig að þekkja svoleiðis aðila... en örugglega þroskandi á sinn hátt. En ekki misskilja mig, ég er aðeins að tala um líkamlega vinnu. Ég verð svokallað INNI-VINNU-DÝR þegar framlíða stundir. sit bara fyrir aftan stórt skrifborð með tölvu fyrir framan mig og hef það nice meðan duglega fólkið er að púla úti í rigningunni:)

Engin ummæli: