| |
Það er langt síðan ég hef skemmt mér jafn vel og í gærkvöldi. Ég, Heimir, Laufey og Anna Hansen rúntuðum á milli staða til 4. Mér fannst allavega gaman þótt ég hafi nú ekki gert mikið, lenti nú ekki neinu sérstöku, samt gaman. Fór á Kaffi Barinn í fyrsta skiptið... eins og flestir ættu að vita þá er ég ekki orðinn 18 ára, og mátti þar með ekki vera þarna inni, ég er svo mikill prakkari:-þ. Kíkti á Rauðahúsið eða reyndi það allavega, var eitthvað að lásnum á hurðinni og allir læstir inni:)... Hittu Svönu sem var gaman. en allavega ég þarf að fara í klippingu en á bara ekki penge...eða eins og Einar söng svo fallega "jeg har inge penge in minn vase" veit ekki hvort þetta sé rétt sagt hjá honum, enda er ég ekki búinn að vera í dönsku í eitt ár... Er að vinna í óskalista fyrir afmælið.

Engin ummæli: