Friðurinn er úti

| |
Ég hef alltaf verslað við sama rakarann í gegnum árin. Mér hefur líkað vel við karlinn og virði hina yndislegu þögn sem hvílir yfir honum þegar hann skerðir lokkana í burtu. í fyrstu fór pabbi með mig til hans vegna þess að rakarastofan hans er staðsett rétt hjá heimili okkar, en efir að ég gerðist sjálfstæður einstaklingur hef ég farið til hans sjálfur. Allt var þetta tóm sæla, ég kom og sagði "eina herraklippingu, takk" settist í stólinn með brosið eitt að vopni og bjó mig undir hvíldarstund þar sem ég gat hugsað um hvað sem mér listi. Í fyrra byrjaði lærlingur hjá rakaranum, allt í lagi með Það. Ég mætti í mína klippingu, blessaður Magnús, gjörðu svo vel, sagði sá gamli og benti á lærlingin... Hvað átti ég að gera... hlaupa út? þykjast hafa villst og segja: "Æ, heyrðu, ég ætlaði í bankann en fór óvart hingað inn."?... það leit út fyrir að ég yrði að láta drenginn klippa mig. Ég settist í stólinn var um mig... vona að hann fari ekki að klippa mig eins og sjálfan sig. ?Ég vil ekkert star trekk lúkk sko, bara gömlu góðu herraklippinguna...? Já, já, það var ekkert mál? Hann byrjaði að klippa mig? Ég hugsaði með mér, "hva? hann er nú ekkert svo slæmur, örugglega óþarfa áhyggjur". Um leyð og ég sleppti orðinu í huga mínum var eins og flóðgáttir frá sjálfu helvíti opnuðust... Hann byrjaði á að spyrja mig til nafns... eins og hann vissi það ekki, spurði mig um vini mína, fjölskyldu, áhugamál, hvort ég hafi farið í sumafrí, hvort ég væri með stelpu, hvort ég væri í fótbolta(!) og um sundið. Allan þann tíma sem ég sat þarna blaðraði hann út í eitt um ekki neitt... þar með var búið að eyðileggja þann frið sem ég hef fengið í öll þessi ár. Mér leið ömurlega, gat hann ekki bara unnið vinnuna sína? Bróðir minn hefur líka lent í honum og hefur sömu sögu að segja... Núna er ég að spá í að skipta um rakara efir 12 ára samstarf við þenna rakara vegna þessa mans... Kannski maður fari bara í klippingu þegar hann er ekki að vinna? eða hver veit hvað?

Engin ummæli: