Kaffi og með þvi

| |
Alltaf gaman að sjá lítið mannfólk, Þá er ég að tala um nýfædd börn...Fékk að sjá það nýjasta úr smiðju hans Magga á föstudag. Gaman að sjá hvað honum þykir vænt um krílið:-). Fór með Einari, Heimi og Hjalta...Spjölluðum og fengum þessa geggjuðu köku með...Get ekki skilið hvernig húsmóðirin hefur getað bakað eftir að hafa verið að koma heim af sjúkrahúsi, þannig að ég er nokkuð viss um að hún hefur ekki bakað hana...Maggi er nú ekki sá liðlegasti í eldhúsinu þannig að við getum líka strokað hann út...ætli Gunndís langsokk eða Laufey hafi bakað þetta?. Svo var mér boðið kaffi...jú jú mér finnst kaffi gott en þetta hefur verið að gerast oftar og oftar að fólk spyr mig alltaf hvort ég vilji kaffi, en ekki hina sem eru með mér þegar ég fer í annarra manna hús, en samt gott þegar ég fæ vel lagað kaffi (aaahhh)..Fékk samt ekki að sjá vel framan í hann, sko barnið ekki Magga..þannig að það var ómögulegt fyrir mig að segja til um hvort þeir séu eitthvað líkir, þangað til ég fór í sund, því þar var mynd og samkeppni um nafn á snáðann! Komnar margar tillögur, Ástþór Magnússon o.f.l...

Engin ummæli: