TAKK FYRIR MIG

| |
Fór með Hjalta og bílnum hans í mat hjá Laufey á sunnudagskvöldið. Mig hafði hlakkað til allan daginn. En freistaðist til að smakka á steik hjá Mömmu áður en ég fór...og kannski borðaði ég aðeins of mikið af henni. En það aftraði mér ekki að fara í matarboðið. Við komum upp úr 7 og var tekið á móti okkur eins og krossförum. Ekki leið á löngu áður en okkur var vísað til borðs af Aldísi...eða var það Alsbert...man það bara ekki. í forrétt var rækjukokteill sem bragðaðist ótrúlega vel verð ég að segja...Betur en nautalundirnar og kjúllari sem kom á eftir. Eftir þessa tvo rétti var ég orðin það saddur að ég átti erfitt með öndun...mig svimaði. En þá var það bara að bíta á jaxlinn og borða unaðslega góða tertu sem var síðan skoluð niður með yndislegu kaffi....ahhhhhhhhhhh. TAKK FYRIR MIG...P.s. gaman að sjá Laufey þjást áður en við fórum að borða því hún hafði ekki borðað nema eina brauðsneið or some allan þann dag. Var að spá í að fara með einhverja ógeðslega langaborðbæn bara til að pína hana....en gerði það ekki


Engin ummæli: