Sykurpuði

| |
í gegnum árin hef ég komist að því að kennurum líkar almennt ekki við mig...Ekki veit ég ástæður veggna þessa. Í ár er ég í áfanga hjá konu sem er líkleg til að líka ekki við mig, ég hef þess veggna brugðið á það ráð að vera svokallaður "sykurpúðanemandi", þ.e. nemandi sem er alltaf að fylgast með í tímum og skilar öllum verkefnum fullkomnum og á réttum tíma. Ég vona að þetta heppnist og ég nái að plata kennaran til þess að halda ég sé sykurpúði. Allt er á réttri leið og hún brosir til mín ótt og títt og ég á móti...en hún veit ekki hvað býr undir þessu brosi:-)

Engin ummæli: