| |
Minn staður mín stund. Það er sunnudagskvöld og klukkan er að fara að ganga 10. Pabbi situr inn í stofu með Powerbókina sína að tala í símann, mamma er komin í rúmið með lonníetturnar sínar að lesa eina af þessum ekki áhugaverðu bókum með lesningar stífan framan í sér. Kolbeinn liggur upp í rúmi hjá mömmu með tölvuna mína að hlusta á tónlist....En hvar er ég? Ég er að gera mig tilbúinn fyrir smá athöfn. Á sunnudagskvöldum kl 10, poppa ég popp (!) yfir leitt opna ég vel valda flösku af Coke en ef ekki þá Malti, kaupi kannski eins og eitt súkkulaðistykki og fer í þægileg föt. Svo tríttla ég að sjónvarpinu og horfi á Bond mynd kvöldsins. Þetta geri ég á hverju einasta sunnudagskvöldi.

Engin ummæli: