| |

Planið er að hanga í bænum um helgina, upp á þjóðarbókhlöðu nánartiltekið, og læra. Ég hef ekki alveg verið sá duglegasti síðustu daga, og þarf þess vegna að herða róðurinn. Gerði eðlisfræðitilraun í morgun, og fékk til baka vinnubók fyrir síðustu tilraun. Vinnubókin tók ekki nema um 24 tíma að klára (þó ekki í einum rykk) , enda fenguð við A fyrir hana. Þessi blessaða vinnubók er þar með það eina sem ég í raun gerði í síðustu viku. Svo er ég að fara í mitt fyrsta atvinnuviðtal eftir helgi. Það var hringt í mig áðan og beiðinn um að koma. Fór svo á spurði Google um gaurinn sem tekur við mig viðtalið, og þetta er víst einhver sálfræðingur. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég verð spurður, en mér verður örugglega sýndar svona klessumyndir, sem ég á að segja hvað þær minna mig á, á meðan hann fylgst með heilalínuriti.
Svo er ég kominn með nýjan ipod (sjá mynd), hann er geggjaður, alveg!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki hafa neinar áhyggjur. Lygapróf þar sem mjög óþægilegum spurningum er varpað fram eru vinsæl. Þú mátt líka eiga von á því að þurfa að syngja nokkur þjóðlög fyrir hann og svo er mjög líklegt að þú þurfir að gangast undir viðamikla líkamsskoðun (ytri og innir) Ekki láta þér bregða þó þú verðir látinn fara í fermingarkufl með kerti áfast á höfðinu og þú látinn dansa vals við sálfræðinginn, þetta er eðlilegt.

Nafnlaus sagði...

ahh ok :-Þ

Unknown sagði...

Þú og nafni þinn hann Magnús Carlsson er nú ansi líkir. Hafið báðir þennan x factor
http://youtube.com/watch?v=IuudhPZ7bYk

Unknown sagði...

Svo ekki sé talað um hann Magnus Uggla sem er bara eins og tvífari þinn

http://youtube.com/watch?v=IC9bJieN_oM

http://youtube.com/watch?v=K0w8pm8GaxQ&

Er það ég eða eru allir Magnúsar á youtube einhverjir hálfvitar?

Nafnlaus sagði...

já, takið sérstaklega eftir hvað Magnús Carlsson dyllir sér fagmannlega í upphafi myndbandsins. Einnig er textin mjög frumlegur, og vekur upp ýmsar spurningar um hið innrasjálf, með tengingu í búddisma.