| |

Ég hef verið að pæla í því undanfarna daga, hvað heilinn í mér er búinn að breytast mikið undan farið ár, þ.e. eftir að ég byrjaði í verkfræðinni. Fyrir ári hefði ég aldrei getað leyst dæmið hér að ofan, en í fyrra dag, settist ég niður, las mig til í 10 mín, og skrifaði einmitt lausnina hér að ofan niður á blað og skilaði eins og ekkert væri einfaldara. Ég er farinn að geta lesið þunga enska fræðitexta, og skilið betur en íslenska. Hugsa stundum frekar á ensku, og í raun nota ég bara íslenskuna þegar ég er að tala við annað fólk, svo auðvitað líka hér. Ég skila stundum dæmum þar sem ég útskýri á ensku hvað ég var að gera...því ég kann ekki að útskýra það á íslensku. Ég hlusta mikið á ensk podköst á netinu, sem og enskt útvarp, 99% af þeirri tónlist sem ég hlusta á er ensk, og allar bækur sem ég les eru á ensku. Það má því í raun segja að ég lifi á ensku, og væri það ekki mikil tilbreyting fyrir mig ef þið hin munduð bara byrja ávarpa mig á ensku.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er sáttur svo framalega sem þú ferð ekki að tjá þínar hugsanir og þína lífssýn með tölum og formúlum

Nafnlaus sagði...

framhald....
Eflaust þætti snillingum utan úr heimi þú komast skemmtilega að orði og væru án efa sammála um snilli þína og hæfileika til að búa til hnittinn og djúpan texta. Við hin meðalgreinda fólkið yrðum hins vegar vægt til orða tekið ákaflega hrædd um andlega heilsu þína. :)

Nafnlaus sagði...

Restate my assumptions: One, Mathematics is the language of nature. Two, Everything around us can be represented and understood through numbers. Three: If you graph the numbers of any system, patterns emerge. Therefore, there are patterns everywhere in nature. Evidence: The cycling of disease epidemics;the wax and wane of caribou populations; sun spot cycles; the rise and fall of the Nile. So, what about the stock market? The universe of numbers that represents the global economy. Millions of hands at work, billions of minds. A vast network, screaming with life. An organism. A natural organism. My hypothesis: Within the stock market, there is a pattern as well... Right in front of me... hiding behind the numbers. Always has been.