| |
Alltaf gaman þegar maður uppgvötar nýja hljómsveit. Fann t.d þetta lag með New Order, og mörg önnur. Þessi hlómsveit verður líklega spiluð í iPodnum næstu vikuna. Fór í viðtalið í gær, og mér fannst það ganga bara vel. Ég lagði alla vega ekki mikið til málanna í viðtalinu sjálfu, gaurinn (sem var mjög hress og fyndinn) var aðalega að segja mér frá hvað fyrirtækið væri magnað og frábært, og hvað þeir væri stórir og alþjóðlegir og bestir og og og og. Hann talaði svo mikið um ágæti fyrirtækisins og það ullu upp úr honum svo margar tölur og staðreyndir að ég var á tímabili farinn að halda það væri svo próf í enda viðtalsins. En það varð ekki. Ég fæ líklega vinnuna, eða já ég fæ hana. Hann sagði það í raun bara við mig í viðtalinu, að þetta væri meira formið heldur en hitt. Þannig það lítur út fyrir að ég verði gaurinn sem stendur einhverstaðar út í móa með stöng að mæla í pollagalla í öllum veðrum í sumar. Ég vona næsta sumar verði rigningarsumar, því ég elska rigningu. Svo verð ég líka að vinna á AudoCad forritið, sem þýðir að ég verð að fara rifja upp gamla takta (þegr ég meina gamla þá meina ég 12 mánaða). Svo er ég í því núna að sækja um í DTU næsta vetur, finnst ég þurfa að eins að komast út til danmerkur, og njóta mín. Þótt HÍ sé fínn sko.


3 ummæli:

Unknown sagði...

Góða lag. Minnir mig samt á að ég þarf að finna mér starf í sumar. Má ég ekki vera aðstoðarmaður þinn? alda á stönginni meðan þú skiptir um lög í ipodinum

Unknown sagði...

Mæli með laginu Blue Monday með New Order

Nafnlaus sagði...

hehe:-D ekki málið Kolpákur, já og blue monday er líka gott mar