Bíddu, er ekki í lagi með fólk?

| |
Jahérna. Ég fékk email þar sem mér var boðið að ganga í félagskap fólks, sem að einhverjum sökum, er á móti veru fólks að pólskuþjóðerni hér á landi. Ég leit nú á þennan póst eins og hvern annan fjöldaútsendan póst og var hann farinn úr innboxi mínu ásamt 10 öðrum skeitum um pillur og lyf sem lækna kvilla hjá karlmönnum, og bréfum frá prinssessum út í heimi sem þurfa aðstoð mína með að leysa út milljóna arf. Ég skil bara ekki hvernig fólk nennir að eyða orku sinni í svona hluti, hvar finnur fólk sér tíma til að fara á netið og stofna eitthvað félag gegn hópi fólks sem hefur ekki gert þeim neitt, og er ólíklegra til að bróta lög heldur en við innfæddu. Jahérna, ég veit ekki betur en besti kennari Fjölbrautaskóla Suðurlands sé pólsk, eigum við að hrekja hana úr landi? Ég dreif mig strax og gekk í "Félag gegn Félagi gegn Pólverjum á íslandi" sem er á Facebook, en vildi nú samt að nafninu yrði breytt í "Félag með Pólverjum á íslandi" þar sem það hljómar jákvæðar, og er í anda Móður Teresu sem sagði "Ég mun aldrei ganga gegn stríði, heldur með friði"

1 ummæli:

Unknown sagði...

Já vá hvað ég er sammála þér. Þetta er eins og andkristnihátíðin sem er hátíð gegn kristinni trú.
Það er eins og ég myndi stofna andbúddisma ef ég er ekki sammála þeim.