Ég er farinn að taka eftir því, þegar ég tek strætó á morgnanna, er alltaf hópur af krökkum sem fer út við landsspítalann. Þau arka út úr vagninum, og fara beinustu leið í átt að spítalanum, eins og þau séu þar í fullu starfi. Ekki get ég ýmindað mér að þau séu í skóla rétt hjá spítalanum, né þau séu að vinna á göngum hans. Spúkí mar. Annars svaf ég ekki neitt í nótt, tók þá ákvörðum að snúa sólarhringnum á réttan kjöl með því að sleppa sofa í nótt, og fara bara snemma sofa í kvöld. Svaf reyndar værum svefni í líkindafræði, en náði þó að heyra skemmtilega gátu sem tölfræðingar hafa verið að klóra sér í hausnum yfir, í áraraðir. Sjáum hvort einhver ykkar getur komið með lausn.
í sjónvarpsþætti einum eru þrjár dyr upp á sviði. Bak við eina dyrina er bíll, ekkert bak við hinar. Keppandi er kallaður til og fær hann að velja sér eina hurð til að opna, ef það er bíll bak við hana, fær hann að eiga hann. Núna velur keppandin sér hurð, en opnar hana ekki. Núna kemur þáttarstjórnandin á svið og opnar eina af hinum hurðunum tveim og sýnir keppandanum að þar inni sé ekki bíll. Hvað á keppandinn að gera? Halda sig við hurðina, eða velja þá sem aldrei hefur verið valin? Og afhverju á hann að gera það?
Kennarinn sagði okkur að þessa þraut hafi margir snjallir stærðfræðingar glímt við, en ekki tekist að leysa rétt. Friðfinnur bróðir gat þó leyst þetta á snjallann hátt, þó ekki ég.
Hef verið að reyna redda mér vinnu fyrir sumarið, og þó nokkrir hafa sýnt áhuga, og jafnvel hringt í mig, til að mæla mig út. En hef ekki fengið nein skýr svör ennþá. Svooo er ég farinn að spila wow aftur, sem ég ætti auðvitað ekki að gera. En maður læðist í hann við og við.