| |
Klukkan var eitt um nótt og mér ofbauð. Gekk framhjá eldhúsinu og sá fjallið mikla, búið til úr matardiskum með þornaðri mjólk og kornflögum...Sósa sem notuð var í steikina í gær var svo yfir þessu öllu saman. Lyktin var orðin yfirgengileg. Ruslatunnan full af glærum pakkningum af nammi og allskonar "tilbúið á 5 mín" mat. borðið var alsett sykri eða salti sem einhver hafði ekki nennt að þrífa upp eftir sig. Það var meira að segja ekki til eitt hreint glas, þannig að ég fékk mér að drekka vatn úr skál sem einhver ættingi gaf mömmu í jólagjöf í fyrra. Og hver er ástæðan fyrir ólifnaðar ástandi eldhússins? Konan í lífi okkar Kolbeins, Friðfinns og Pabba, hún Mamma, hefur verið að vinna undanfarna daga. Máltakið engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur á vel við í þessu sambandi. Hvað gerum við án hennar?? Þar sem ég tel mig kunna ágætlega til verka í eldhúsum, Þá bretti ég upp ermarnar og hófst handa. Réðst til atlögu. Henti inn í uppþvottavélina með tuskuna og sápubrúsann mér að vopni. Tók mér viskustykki í hönd og þreif borðin, skrúbbaði eldavélina, Tók ruslið út úr ruslaskápnum, týndi allt það rusl sem ekki hafði komist ofaní ruslið síðastliðna daga upp. Setti þetta að lokum allt í stóran ruslapoka og fór með út í rusl. Kom inn og lagði loka hönd á leirtauið. Allt skínandi og fallegt. Leit svo yfir kraftaverkið stoltur. Hafði ekki tekið nema 25 mín.

Engin ummæli: