| |
Jæja sjúkrasaga mín heldur áfram. vinstri fóturinn er ennþá í hakki:-(. Lagaðist smá í nokkrar vikur en er aftur kominn til Helvítis...ekki er það núna taugin sem er að bögga mig, heldur er ég með krónískan náladofa...Sem sagt blóðflæðið er ekki alveg að skila sínu. Núna er þetta orðið of mikið þannig að við Óskar ætlum að mæla okkur mót um jólin. Hlakka ekki til. Er hræddur við lækna. Þarf örugglega að klæða mig úr buxunum til hann geti litið á þetta. Eða er ekki verið að tala um að mar þurfi alltaf að klæða sig úr öllu hjá lækninum?, sama hversu lítið meinið er....Mæti bara í stuttbuxum. Svo fékk ég mjööög furðulegt hitakast áðan...Var að glósa úr fóstbræðrasögu bara í góðu chilli...með coke og sonna. Fer mér síðan svo að hitna verulega...jæja fer úr peysunni og opna gluggann...nei nei þetta heldur áfram. Whuu? þurfti að fara út og fá mér frískt loft...

Engin ummæli: