vúps

| |
Ég hef meiri tíma en mig grunaði þannig að ég ætla að seiga ykkur frá Palcebo giggi mínu í gær. Ég mætti á svæðið á Saab 900i, bíll sem við erum sadly með í láni á meðan það er verið að bletta benzan... hann er ekki ökufær en ég fékk hann samt. Pústið dottið af og allt sem getur bilað er bilað...samt mjög fyndið að keyra hann, alltaf fólk að benda á hann og brosa, rosaleg athygli sem mar vær á þessu tæki. Alveg head turner sko...en allavega ég mætti AKURAAAAT þegar Maus var að klára sitt sett...fékk reyndar að heyra How Far Is Too Far? sem var bara flott... Eftir smá stund stigu Placebo á stökk og vá voru þeir góðir. Gjörsamlega ónuðu höllina. Tóku flest þau lög sem ég var að vonast eftir. Skemmti mér mikið betur heldur en á Metallica... örugglega bestu tónleikar sem Magnús litli hefur farið á. En annars datt pústið alveg af þegar við keyrðum burt frá höllinni, þurftum að stoppa og festa það á aftur (takk Kolbeinn). Hitti Magnús Skarphéðinsson á Esso, gaman að þekkja einhvern þekktan íslending...


Afhverju eru allir reykjandi á öllum tónleikum??? ÉG VAR AÐ KAFNA! Þoli ekki þegar fólk getur ekki sogið þetta prívad.

Engin ummæli: