Frelsi er helsi

| |
Ég er að íhuga að hætta að ganga með síma. Mér finnst þetta helsi, mar getur aldrei verið í friði. Sumir seiga " já en hvað ætlarðu að gera ef þú ert fastur upp á fjalli í blindhríð?". 1. ég fer aldrei á fjöll og hvað þá um vetur 2. Ég hef aldrei verið í þeim aðstæðum þar sem ég þakka þeim æðri fyrir G.S.M tæknina. Þannig að ef þú þarf að ná í mig, þá eru pósthús í öllum stærri bæjarfélögum og svo er gamli góði heimilissíminn alltaf til staðar. En auðvitað hefur þetta einhverja ókosti í för með sér...T.d ef þú villt kynnast mér þá getur þú ekki sent mér sms sem gæti hljóðað "hæ:-) Hvað er verið að gera". En ég hef aldrei fengið svoleiðis sms þannig að vot þe hel.

Engin ummæli: