Hvers vegna erum við í skóla?

| |
Hvers vegna erum við í skóla? Ég hef verið að pæla...Af hverju? Er það til að fá betra starf í komandi framtíð þeas skemmtilegra og meira gefandi, eða er það til að mar sé ekki á kúpunni alltaf með lánadrottna á bakinu. Ég bara veit það ekki alveg. Ef það yrði sagt við mig á morgun: þú verður að hætta í skóla annars deyrðu, þá myndi ég fara og ferðast milli landa, safna pening í viðkomandi landi og færa mig síðan. Ekki sjens nenna að hanga hér, Eyða lífinu í að skoða jörðina. Kannski ekki þægilegt líf en örugglega skemmtilegt. Eða kannski að fara til landa eins og Írak og vinna við hjálparstarf. Annars er ég að pæla í að fara kannski í 1 ár þegar ég er búinn með allt háskólanám í hjálparstarf, Þekki gaur sem fór í svoleiðis...En annars þá giftist systir mín draumaprinsinum í dag, til hamingju Megg eins og ég kalla hana alltaf. Voða sætt allt saman.

Engin ummæli: