Þeir sem hafa verið að umgangast mig undanfarið hafa kannski tekið eftir því hversu mikið íbúðarverð á íslandi fer í mínar fínustu taugar. Þar sem ég mun útskrifast eftir nokkur ár, og þá (að ég hélt) kaupa mér íbúð, fór ég að skoða verð á littum íbúðum, fyrst í RVK og svo á Selfossi. Er verið að gera grín af mér? Verðin eru ótrúleg. Það er verið að byðja mann um 20.000.000 kónur fyrir littlar blokkaríbúðir, sem varla ná 60 fermetrum. Fór og lét reikna út hvað ég gæti fengið hátt lán (ils.is), og gaf mér að þegar ég útskrifast eftir 2 til 3 ár, verði ég með 350.000 krónur á mánuði. Samkvæmt þeim útreikningum hef ég ekki efni á að kaupa mér íbúð nema eiga miljónir inn á banka, sem ég á ekki og mun ekki eiga eftir nokkur ár. Get samt fengið fína íbúð á ísafirði (mjög góð verðin þar, enda snjóflóðahætta, eins og ég er búinn að læra um í skólanum), en þá er allt eins hægt að flytja til Grænlands. Eftir þessa littlu óvísindalegu könnun mína er ég alveg kominn með það á hreint að ég flyt úr landi um leið og ég er búinn með mitt nám. Danmörk hljómar vel.