| |
Þá er ég kominn aftur í litlu íbúðina mína í bænum, og aldrei á ævinni hef ég haft jafn lítið í bankanum til að moða úr. En það er nú samt bara ágætis tilbreyting, því undanfarna daga hef ég lært að bjarga mér. Áður fyrr var bara hringt í 5812345 (Dominos) og málinu var bjargað, en þar sem ég hef ekki efni á að kaupa mér inneign, hvað þá pizzu, snúa málin öðruvísi. Ég er byrjaður að leita að uppskriftum á netinu, og er orðinn snillingur í að búa til hafragraut. Er alveg hættur að búa til þennan venjulega velling sem allir þekkja, ég blanda minn með allskonar bragðbætandi efnum, og ávöxtum. Sem gerir grautinn að mestu veislu. Þetta er nauðsinlegt því ég á ekki fyrir salti í grautinn (bókstaflega), kláraði peningana mína í gær í búðinni, og sleppti því að kaupa salt til að eiga fyrir öðru. En ég hef sjaldan verið jafn jákvæður, er bara í áhugaverðum námskeiðum í skólanum, er byrjaður að hlaupa aftur, og ætla halda því áfram í þetta skiptið. Er loksins búinn að átta mig á því að því frjálsari sem maður er, því betur líður manni, og maður er frjálsastur í lífinu þegar maður er í skóla. Gæti ekki verið ánægðari.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Prump

Magnús, varstu að líta hingað inn til að gá hvort einhver hefði kommentað ;)

Þú verður að auglýsa bloggið þitt á facebook mar!

Unknown sagði...

já, kannski. En ég vil ekkert endilega magn, heldur gæði:-D Mjög sáttur eins og er.